Auðvitað er hún til í að borga meira útsvar....

Ég er ekki til i að borga meira svo fólk geti haft börn sín í leikskóla meira en 8 stundir á dag án þess að greiða fyrir það sjálft.

Mér finnst þetta mjög sanngjörn leið hjá Reykjarvíkurborg. Grunnþjónustan er óskert og meira að segja eru gjöld fyrir grunnþjónustan þau lægstu á landinu. Sum sveitarfélög hafa farið þá leið að minnka þjónustuna en Reykjavíkurborg ákveður að bjóða enn upp á hana.


mbl.is Blöskrar hækkunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vinnurðu 8 stundu vinnudag?  Allavega, í því fagi sem ég er menntuð í býðst sjaldnast vinna sem er minna en 100% þ.e. 8 stunda vinnudagur. Út af þessu þarf ég að hafa lengri vistun fyrir barnið mitt á leikskóla, því ekki kemst ég á milli staða á hraða ljóssins.   Því miður þarf ég að keyra í gegnum síðdegisumferðina í Reykjavík, því ekki er leikskólinn við hliðina á vinnustaðnum mínum. Og hvers á ég að gjalda fyrir það?  Er virkilega réttlátt að ég þurfi að borga 63% meira en áður á meðan manneskja sem er svo heppin að geta verið í hlutastarfi heldur áfram að borga sama gjald og áður?

S. Andrea Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 16:36

2 identicon

Það er full ástæða til þess að staldra við hvað varðar dvalartíma barna í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu a.m.k mér finnst það gott mál að borgin skuli skilgreina grunnþjónustu leikskóla upp á nýtt og þá við átta stundir.  Almenn vinnutímastytting á landinu bláa væri góð viðbót í því árferði sem er í dag.  Þá gætu þessar tvær hliðar á málum mæst á miðri leið. 

Helga Jónsd. (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband