Endalokin

Á morgun opnar Feneyjar-tvíćringurinn fyrir almenning. Sýningin stendur yfir í um hálft ár og mćtti skilgreina sem nokkurskonar mekka nútímalistar. Tvíćringurinn eđa oft kallađur Bínalinn (e. biennale) var fyrst haldinn áriđ 1895 og er alltaf haldinn annađ hvert ár í Feneyjum og er ţetta í 53ja sinn sem hátíđin er haldin. Titill sýningarinnar er „Making Worlds“ og um 90 listamenn frá öllum heimshlutum taka ţátt í sýningunni. Í ár eru 77 lönd sem taka ţátt í Bínalinum og er sýningin dreifđ um Feneyjar, ţar sem hvert land hefur sinn sýningarstađ, skála. Ţađ er mikill heiđur fyrir íslenska listamenn ađ vera valdir til ađ vera fulltrúar Íslands á ţessari gígatísku listahátíđ og vöktu verk Steingríms Eyfjörđ áriđ 2007 mikla athygli, sérstaklega íslenska tilvitnunin í verkum hans og mesta athygli hér heima vakti huldu-kindin.

Í ár sendi listaakademían á Íslandi, yngsta listamanninn sem hefur veriđ sendur á Bínalinn fyrir hönd Íslands. Ragnar Kjartansson er 33 ára gamall og útskrifađist úr myndlistardeild LHí áriđ 2001, hann hefur fengist viđ margt í gegnum tíđina tengt myndlist og tónlist en mest hefur hann fengist viđ gjörninga og innsetningar í myndlistinni.

Fyrir tćpum mánuđi síđan kynnti Ragnar verkiđ fyrir blađamönnum á Listasafni Íslands. Verkiđ kallar Ragnar „The End“ eđa „Endalokin“. Listaverkiđ er tvíţćtt, annars vegar myndbands- og  tónlistarinnsetning á fimm tjöldum, samspil hljóđfćraleiks og söngs sem Ragnar gerđi í undir beru lofti í nístandi frosti í kanadísku klettafjöllunum, nánast á enda veraldar, í ćvintýralegu umhverfi međ Davíđ Ţór Jónssyni (tónlistarmađur sem t.d. hefur spilađ međ Flís, Mugison o.fl.).

Hinsvegar og sá ţáttur verksins sem vakiđ hefur meiri athygli er gjörningur  listamannsins. Ragnar hefur innréttađ listmálarastúdíó í fjórtándu aldar byggingu sem vísar beint út á Grand Canale sýkiđ  og hýsir íslenska skálann. Ţarna mun Ragnar starfa í hálft ár og mála hverja myndina af fćtur annarri, eina á dag, af Páli Hauki Björnssyni, kollega sínum og fyrirsćtu í ţessum gjörning. Páll mun klćđast sundskýlu einni fata, reykja og sötra bjór. Málverkin, stubbar og tómar bjórflöskur munu safnast upp og verđur fróđlegt ađ sjá hvernig umhorfs verđur í stúdíóinu ţann 22.nóvember 2009 á síđasta degi sýningarinnar.

Eins og áđur sagđi hefur ţessi gjörningur Ragnars vakiđ mikla athygli og hávćra gagnrýni landans. Ragnar Kjartansson hefur ekki ţá ímynd ađ vera alvarleg týpa, hvađ ţá ţegar flestir sem ekki eru í hringiđju listageirans á Íslandi sjá hann ađallega fyrir sér uppi á sviđi, beran ađ ofan, glimmerarđan, hristandi lođnu karlmannsbrjóstin sín og öskrandi „Nasty Boy“ af einstöku sjálfsöryggi.

En hver er skilgreiningin á heiđarlegum og einlćgum listamanni? Ţarf ţunglyndiđ ađ drjúpa af ţeim til ţess ađ ţeir séu teknir alvarlega? Fer sundskýlan, sígaretturnar og bjórinn svona fyrir brjóstiđ á hinum almenna Íslendingi ađ inntak gjörningsins nćr ekki ađ skila sér? Í viđtali sem New York Times birti í vikunni viđ Ragnar, segir ađ hann hafi fyrst ţurft ađ átta sig á, hvađ ţađ ţýddi ađ vera listrćn táknmynd lands sem nánast vćri á kúpunni. Innsetningar á sýningu sem ţessari geta stundum veriđ svo stórar ađ ţađ ţarf heilt flutningaskipt il ađ koma ţeim á stađinn. Hugmynd Ragnars var ađ gera verk sem vćri algjörlega laust viđ allt óţarfa bruđl. Bara hann sjálfur, ódýr efni og viđfangsefni.  „The End“ snýst um mann án örlaga, án framtíđar, sem Ragnari finnst viđ vera ađ upplifa hér heima og endalok heimsins frá sjónarhorni listamannsins.

Já, list er svo miklu meira en landslag málađ á striga, hangandi upp á vegg í fallegri stofu, eigendum til yndisauka. List er ádeila, portrett af heiminum eins og listamađurinn sér hann. Ragnar Kjartansson er í miklum mćtum hjá mér sem listamađur, hann er einlćgur, fullur sjálfsöryggis og reynir ekki ađ vera neitt annađ en hann er. Ég hlakka ţví mikiđ til ađ fylgjast međ honum á Feneyjar-tvíćringnum sem og í framtíđinni.

 venice

 

 

 

 

 

 

Heimasíđa Feneyjar-Tvíćringsins:

http://www.labiennale.org/en/art/index.html

Heimasíđa Ragnars Kjartanssonar:

http://this.is/rassi/

 

Greinin birtist áđur vefritinu Deiglan.com 6.júní 2009


mbl.is „Hann er ađ slá í gegn hérna“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband