skrílslæti....

Í dag fór ég í ráðhúsið að fylgjast með því þegar nýr meirihluti tæki við. Verð að segja að ég hef aldrei orðið vitni af jafnmikilli vanvirðingu. Mótmæli eru góð tæki til að láta í ljós skoðun sína á málefnum en þetta voru ekkert annað en barnaleg skrílslæti.

Aldrei hefði okkur ungum sjálfstæðismönnum dottið í hug að gera eitthvað í líkingu við þetta, og er það ekki sökum ófrumleika, heldur vegna þess að við höfum meiri sjálfsvirðingu og kjósum að tjá okkar skoðanir og mótmæli með mun skýrari og skilvirkari hætti á málefnalegan hátt t.d. með greinaskrifum, en ekki með látum, frammíköllum og persónuárásum á borgarstjórnarfundum. Ja, ég er enn bara frekar sjokkeruð yfir stemmningunni þarna, leiðinlegt að þurfa frá að fara þegar hlé var gert á fundinum vegna hávaða í "mótmælendum" og geta ekki fylgst með restinni af fundinum. 

 


mbl.is Fundur hafinn á ný í Ráðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Þetta voru ekki skrílslæti heldur réttur okkar sem búum í lýðræðislegu samfélagi að mótmæla þegar okkur ofbíður (ligg heima í flensu en hefði nú alveg viljað vera þarna). Auðvitað hefði ykkur ungum sjálfstæðismönnum ekki dottið í hug að gera eitthvað svona. Þið eruð væntanlega of upptekin af því að vera pen og fín og hlíða yfirvaldinu. Í framhaldi af því má spyrja sig hvort það sé ekki fyrir neðan sjálfsvirðingu fólks að koma að borgarmeirihluta á þann hátt sem orðið er? Harla léleg sjálfsvirðing verð ég nú að segja. En svona er þetta í pólítík; ef það er nógu vel boðið þá er allt fallt fyrir völdin. Og það var alveg ljóst á svekkesli borgarfulltrúa sjálfstæðisflokks eftir síðustu uppákomu að þeir myndu gera nánast hvað sem er til að komast til valda aftur. Vægast sagt LÉLEGT!

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 24.1.2008 kl. 16:02

2 identicon

Ég er ekki stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins og þaðan af síður Ólafs F. Magnússonar. En hins vegar er ég alveg sammála því að þetta voru skrílslæti og ekkert annað og það er þeim flokki sem ég jafnan vil styðja til vanvirðu að hafa tekið þátt í slíku. Það er sjálfsagt að mótmæla þegar þurfa þykir, en það gerir maður ekki með þessum hætti. Mitt fólk mætti muna það í framhaldi af þessu að penninn er beittasta vopnið. Farið að skrifa, en skammist ykkar fyrir hróp og köll.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 16:02

3 identicon

Skrílslæti er rétta orðið yfir það sem átti sér stað og lýsir best uppeldi þessa fólks bæði heima og í ungliðahreyfinum þeirra flokka sem þeir eru fulltrúar fyrir.

gulla (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 16:09

4 Smámynd: Erla Margrét Gunnarsdóttir

gleymdi einmitt að koma því að áðan að mér fannst alveg æðisleg sagan hans Dags, hvernig hann "bjargaði" borginni fyrir 3 mánuðum síðan........ hmmm poteitó - potato... ?

Erla Margrét Gunnarsdóttir, 24.1.2008 kl. 16:11

5 identicon

Er ekki talsverður munur á því að sitjandi meirihluti springi vegna stórfellds hagsmunaágreinings og að sækja einn borgarfulltrúa inn í sitjandi borgarstjórn án þess að hann hafi einusinni stuðning eigin borgarfulltrúa og varamanna og gera þann mann að Borgarstjóra þrátt fyrir að hafa sama og ekkert kjörfylgi??

Ég held að borgarbúar hafi svarað þeirri spurningu með skoðanakönnunum og mótmælum síðustu daga.

Eða er það kannski ekki tekið með?

Krummi (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 16:22

6 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

Þetta var vægast sagt skömmustulegt fyrir ungliðahreyfingu viðkomandi flokka, og jú flokkana í heild sinni. Það að mótmæla svona er "in" í dag, ef þú tækir þessa krakka og spyrðir þá spjörunum út um hvað flokkanir eru að gera, hvað þeir hafa gert og hver stefnumál þeirra væru, fengiru lítt um almennileg svör. Þetta er verulega svart/hvítt hjá þessu fólki, íhaldið grár gamall og spilltur flokkur, svo er það restin sem hip og kúl og algjört æði.

Hávær minnihluti, þannig er það bara! Persónuleg hefði ég viljað sjá Villa í borgarstjórastólnum, enda með hve mesta fylgi á bakvið sig, svo var stóllinn hrifsaður af flokkum með minna fylgi en ekki var kvartað og kveinað þá, nú er maður með enn lægra fylgi kominn í stólinn en afhverju ætli það hafi gerst? Nei ég spyr, bjóst fólk virkilega við því að fyrrverandi minnihluti myndi bíða til næstu kosninga? Nei ég spyr?

Gunnsteinn Þórisson, 24.1.2008 kl. 16:24

7 identicon

Málfrelsi er eitt það mikilvægasta sem til er og hornsteinn í Íslensku samfélagi. Það á ekki bara við þegar mótmælt er heldur einnig inni á Borgarstjórnarfundum. Mótmæli eru réttlætanleg en þessi mótmæli fóru klárlega yfir strikið.

Fyrrverandi borgarstjórn var mynduð af Framsóknarmanni sem braut samkomulag við Sjálfstæðisflokkinn. Alvegsama hvað Dagur segir þá var það á þennan hátt og ekki á neinn annan hátt. Hugsið þið út í það hvað almenningur hefði fordæmt okkur ef við í SUS hefðum farið og mótmælt á sama hátt.

Nei, við erum þroskaðri enn svo. Við mótmæltum á okkar hátt. Með skrifum eins og Erla nefnir. Við berum nefnilega virðingu fyrir öðrum, alveg sama hvort þau hafi sömu skoðun eða ekki.

Hallgrímur Viðar Arnarson

Hallgrimur Viðar Arnarson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 16:25

8 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Ég get bara ekki verið því sammála að hér hafi verið um skílslæti að ræða. Að þagga niður hávær mótmæli er ákveðin árás á lýðræðið. Ég get hin vegar sammála því að þeir sem þátt tóku hefðu mátt sætta sig við þingsköp en það er ekkert að því að fólk láti í sér heyra þegar það er sammála eða ósammála síðast ræðumanni. Það er gert m.a. með klappi eða "púi" eða frammíköllum. Frammíköll tíðkast líka á alþingi. Og svo þetta; "gleymdi einmitt að koma því að áðan að mér fannst alveg æðisleg sagan hans Dags, hvernig hann "bjargaði" borginni fyrir 3 mánuðum síðan........ hmmm poteitó - potato... ?" Eru þessar nýjustu uppákomur eitthvað skárri? Hverju ætla Sjálfstæðismenn að bjarga? Kannski einhvejrum týndum blaðsneplum.

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 24.1.2008 kl. 16:31

9 identicon

Ég er sammála þér Erla, vanvirðng við fundarsköp borgarstjórnar á ekkert skylt vð rétt fólks til að mótmæla. Ég er fylgjandi þv að fólk tjái sínar skoðanir og komi sínum málum á framfæri. En dónaskapur og vanvirðng koma því mál ekkert við. Ef fólk vill fá aðra til að skpta um skoðun og endurskoða hug sinn, þá er vanvirðng og yfirgangur ekki réttu tækin til að ná árangri.

Jón Grétar: Það að þú teljir það vera rétt þinn að sýna fólki vanvirðngu, þá hlýtur að vera  lagi að sýna þér vanvirðngu.... eða hvað?  Maður uppsker eins og maður sáir.

 Mér finnst þetta vera svartur og skammarlegur dagur sögu vinstrimanna á Íslandi!

Sigrún Lilja (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 16:31

10 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Afsakið en ég gleymdi að hripa nafnið mitt undir mínar færslur.

Grétar Einarsson

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 24.1.2008 kl. 16:32

11 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Að auki vil ég koma því á framfæri að það er ekki til sóma að kalla fólk sem þorir að tjá hug sinn með mótmælum skríl eða að segja að þeir sem nota rétt sinn til mótmæla séu með skrílslæti!

Gréta Einarsson

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 24.1.2008 kl. 16:47

12 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Góð skrif hjá þér Erla. Gaman að heyra lýsingu af þessu. Upplifði þetta eins við tölvuna hjá mér. Skelfileg vanvirða, einna helst við borgarstjórn Reykjavíkur og það starf sem á að vinna af heiðarleika í þessum sal. Aldrei hefðum við ungsjallar gert svona. Það er okkar styrkur, þvi að við vitum að stóru sigrana vinnum við ekki með því að öskra heldur að hafa rökin og taktína okkar megin. Þeir sem öskra hæst geta náð athygli en þeir sigra sjaldnast.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.1.2008 kl. 16:51

13 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Þetta er nú bara svona létt grín hjá honum Stefáni hlýtur að vera. Vanvirðan í þessu er tilurð þessa nýja meirhluta. Eitthvað hefði nú heyrst í ykkur sjálfstæðismönnum ef þetta hefði verið á hinn veginn. Rökin og taktíkina á hreinu? Hvaða rök og taktík eru þá í tenglsum við þetta? Harla léleg og fánýt or í raun engin. Ekkert annað en valdagræðgi. Það er það eina sem upp úr stendur í þætti sjálfstæðimanna í þessu máli. Sorglegur endir á ferli Vilhjálms. Miðað við það hvernig þessi meirihluti er til kominn er ekki hægt að ætlast til að það verði unnið af heiðarleika í þessari borgarstjórn og þá ekki af sjálfstæðimönnum sem taka þátt í þessum skrípaleik af mikilli einurð og vilja. Nei ungliðarnir í sjálfstæðisflokknum taka ekki þátt í mótmælum enda láta þeir frekar segja sér fyrir verkum en segja hug sinn sjálfir.

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 24.1.2008 kl. 17:01

14 Smámynd: Erla Margrét Gunnarsdóttir

Grétar, það sem ég trúi á er frelsi einstaklingsins, meðan það skaðar ekki frelsi annara..... frelsi, þor og hvað sem drífur fólk til að segja sína skoðun er virðingarvert, þetta sem ég varð vitni af í dag, var eitthvað allt annað, að mínu mati, skrílslæti. 

Erla Margrét Gunnarsdóttir, 24.1.2008 kl. 17:01

15 Smámynd: Erla Margrét Gunnarsdóttir

Elsku Grétar, þetta var á hinn veginn og eins og áður hefur sagt myndum við aldrei vanvirða borgarstjórnarfund með þessum hætti.

 Eitt sem ég tók sérstaklega eftir á fundinum í dag, þegar maður heyrði eitthvað í okkar kjörnu fulltrúum gegnum hrópin, var þegar verið var verið að kjósa forseta borgarstjórnar og varamenn. Hanna Birna var kosin forseti Borgarstjórnar með 8 atkvæðum gegn 7 auðum. Dagur B. var kosinn 1.varaforseti með N.B. 14 atkvæðum (svandís líklegast kosið sjálfa sig) og Gísli Marteinn kosinn 2.varaforseti með 8atkvæðum gegn 7 auðum seðlum. Finnst þetta augljóst dæmi um eins og Hallgrímur nefndi áðan, við berum virðingu fyrir öðrum þrátt fyrir að skoðanir þeirra séu aðrar. 

Erla Margrét Gunnarsdóttir, 24.1.2008 kl. 17:16

16 Smámynd: Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag

Sveitastjórnarmenn frá völd og umboð frá almenningi í gegnum kosningar, ekki í gegnum skoðanakannanir. Hvort sem þær séu framkvæmdar af Fréttablaðinu eða Gallúbb. Það sem er að gerast núna er það nákvæmlega sama og gerðist fyrir rúmum 100 dögum. Einum fulltrúa meirihlutans finnst hann eiga betri möguleika á að koma sínum áherslum í gegn með minnihlutanum. Því söðlar hann um.

Þetta er hvorki meira né minna brot gegn lýðræðinu en það sem átti sér þá stað.

Eina sem Ólafur F gerði var að draga rýtinginn úr bakinu á Sjöllunum, sem Bingi skildi þar eftir, og skila honum tilbaka.

Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 24.1.2008 kl. 17:47

17 Smámynd: Egill Óskarsson

Jón Grétar: Gunnsteinn... Reyndar er Villi ekki með meirihluta stuðning núna... Reyndar er sjálfstæðisflokkurinn með c.a. 35% stuðning núna og samfylkingin 42%.... Og aðeins 26% styðja nýjann meirihluta þannig að meira að segja stór hluti sjálfstæðismanna er ekki par sáttir.

Hvað segirðu? Er bara búið að kjósa upp á nýtt? Og ég ekki látin vita?

Borgarstjórnarflokkarnir sækja stuðning sinn til almennings í kosningum, ekki skoðanakönnunum. Núverandi meirihluti nýtur stuðnings 52% þeirra sem kusu í seinustu kosningum, það er eina talan sem skiptir máli. 

Krummi: Er ekki talsverður munur á því að sitjandi meirihluti springi vegna stórfellds hagsmunaágreinings og að sækja einn borgarfulltrúa inn í sitjandi borgarstjórn án þess að hann hafi einusinni stuðning eigin borgarfulltrúa og varamanna og gera þann mann að Borgarstjóra þrátt fyrir að hafa sama og ekkert kjörfylgi??

Það var jafn mikill hagsmunaágreiningur í gangi núna og seinast. Ólafur F. náði sæti sem borgarfulltrúi af lista sem stóð fyrir ákveðin málefni. Hann taldi að ómögulegt væri að ná þeim fram með meirihlutanum sem stofnað var til í fjarveru hans.

Hvernig getur Ólafur ekki haft stuðning eigin borgarfulltrúa? Hann er eini borgarfulltrúinn á þessum lista! Því fyrr sem fólk áttar sig á því að það er hann en ekki Margrét Sverrisdóttir sem er eini réttkjörni borgarfulltrú F-lista því betra. Hann studdi ekki fráfarandi meirihluta, hann er aðalmaður, þess vegna féll meirihlutinn. Margrét Sverrisdóttir styður ekki núverandi meirihluta, hún er varamaður, þess vegna heldur meirihlutinn. 

Egill Óskarsson, 24.1.2008 kl. 18:02

18 Smámynd: Egill Óskarsson

Jón Grétar, þú ert hér greinilega kominn út fyrir þitt þekkingarsvið.

1. Það er ekki HÆGT að kjósa á miðjum kjörtímabilum sveitastjórna. Sama hvað þú ert fúll þá eru bara einfaldlega ekki lagaheimildir til þess, kemur sjálfstæðismönnum ekkert við. Og að sjálfstæðismenn vilji ekki missa sín mikilvægu völd? Hvað heldurðu að fýlan í REI-listafólkinu snúist um?

2. F-listinn á bara einn borgarfulltrúa. Hann heitir Ólafur F. Magnússon. Margrét er varamaður hans. Þau eru bæði ennþá 'í' F-listanum, sem var boðin fram sem listi Frjálslyndra og Óháðra. Þau eru búin að segja sig úr Frjálslyndaflokknum og sitja því sem óháðir fulltrúar. Væru þau búin að segja sig af listanum þá væru þau ekki lengur borgarfulltrúi og varaborgarfulltrúi.

3. Niðurstöður úr skoðanakönnunum gefa einhverja mynd af því hvernig staðan er á þeim tíma sem þær eru framkvæmdar. Umboð kjósenda er hins vegar veitt í kosningum. Ef að stjórnir ættu að hætta í hvert skipti sem fylgi við þær mæltist lítið þá hefði t.d. R-listinn gamli þurft að víkja frá stjórn oftar en einu sinni.  

4. Ef að Margrét ætlar að sprengja þennan meirihluta á fyrsta fundinum sem Ólafur missir af, er þá eitthvað minni skrípaleikur í gangi en núna? Nei auðvitað ekki, enda er hún búin að draga töluvert í land með þessar fullyrðingar sínar. 

Egill Óskarsson, 24.1.2008 kl. 19:22

19 identicon

" Og það er voða sniðugt að vera all high and mighty Hallgrímur þegar að þér er mótmælt. Komdu aðeins niður af stallinum og viðurkenndu að nú hafa þessir suðir loks gengið of langt. Mótmælin núna eru eðlileg og bara væg miðað við hvernig þetta hefði farið í öðrum löndum ef borgarbúum hefði verið sýnd jafn mikil vanvirðing og nú er gert."

Takk fyrir hólið Jón, sjaldan sem einhver setur mg upp á einhvern stall.

Mótmælin eiga rétt á sér. Hverjum er leyfilegt að mótmæla. Enn ég er einfaldlega ekki sammála að vanvirðing séu mótmæli. 

Lætin byrjuðu ekki eftir einhverjum ræðumanni. Lætin byrjuðu strax í upphafi fundarins og þurfti að gera tvær tilraunir til að hefja fundinn. Ópin voru beint að einstaka mönnum áður enn þeir tóku til mál og það hefur með búum og góli sem og fögnuði eftir síðasta ræðumanni ekkert að gera.  

Með því að trufla fundinn svo mikið að borgarstjórn geti ekki haldið fundinum áfram hefur ekkert með mótmæli að gera. Það er einfaldlega vanvirðing.

Undirskriftasöfnunin var mun frambærilegri mótmæli sem langflestir líta á mun áhrifameiri mótmæli enn  þessi læti á fundinum sjálfum.

Hallgrimur Viðar Arnarson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 19:23

20 identicon

Var nýjum meirihluta ekki bara sýnd jafn mikil virðing og hann hefur sýnt borgarbúum?

Ingunn Loftsdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 19:47

21 Smámynd: Egill Óskarsson

Ég er ekki með lögin skrifuð á handabakið á mér en þetta er eitthvað sem ég vissi engu að síður, enda finnst mér það vera ákveðin forsenda fyrir því að ég sé að tjá mig um hluti að ég viti og skilji hvernig þeir ganga fyrir sig.

REI-listin er fráfarandi meirihluti, sem er í fýlu af því að þau eru að fara frá völdum. Lestu setninguna í fyrri athugasemd mína nú aftur í ljósi þessa.

Jón Grétar: En finnst þér ekkert skipta máli að það sé mynduð stjórn borgarinnar sem ekki er traust né vilji til að hafa. Við erum hér ekki að tala um borgarmeirihluta sem hefur dalað í vinsældum heldur NÝJANN meirihluta myndaðan þvert á vilja 74% borgarbúa. Og þá erum við að tala um dálítið aðrar aðstæður en R listann. Og við erum að tala um NÝJANN borgarstjóra sem 94,5% borgarbúa vilja ekkert með hafa.

Þetta er ekkert rosalega flókið. Þessar tölur sem þú nefnir hafa ekkert með það að gera hvað borgarfulltrúar mega eða mega ekki gera. Þeir fá umboð sitt í opinberum kosningum á fjögurra ára fresti, ekki í skoðanakönnunum. Tölurnar sem skipta máli varðandi þetta eru það að Sjálfstæðisflokkurinn og F-listi hafa 52% atkvæða og 8 af 15 borgarfulltrúum á bakvið sig.

Það sem skiptir meira máli en einhverjar skoðanakannanir eru málefnin sem meirihlutar eru stofnaðir utan um. Ég veit enn ekki, frekar en nokkur annar virðist vera, utan um hvaða málefni REI meirihlutinn var stofnaður. Ég er kannski ekkert rosalega hrifin af öllu í málefnasamningnum sem liggur fyrir núna, en það liggur þó allavega eitthvað á bakvið meira en bara það að skipting í stöður og nefndir eins og hjá fráfarandi meirihluta.  

Egill Óskarsson, 24.1.2008 kl. 20:08

22 identicon

Undirskriftasöfnuni sýnir fram á það að mun meira fólk í borginn er óánægð enn þessi fjöldi sem kom saman að hluta til vegna smölunar sem átti sér stað fyrr í dag. Einnig má benda á að undirskriftaherferðin gegn DV um árið hafi það í för með sér að DV lagði niður starfsemi um hríð.

Mitt form í mótmælum er augljóslega annað enn þitt form. Og það er hitt besta mál. Enn mér leiðist kítingar hér a blogginu og væri frekar tilbúinn að spjalla við þig persónulega við tækifæri. Alltaf gaman að heyra mismunandi skoðanir.

Hallgrimur Viðar Arnarson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 20:21

23 Smámynd: Egill Óskarsson

Ræður þú ekki við umræðu á hærra plani? Hvar segi ég að landsmenn eigi ekki að skipta sér af stjórnmálum án 8 ára laganáms? Nú er ég sjálfur búin með eitt ár í allt öðru námi, væri ég þá ekki að dæma sjálfan mig úr leik? Þetta með að það megi ekki kjósa á miðjum kjörtímabilum sveitastjórna er eitthvað sem ég hélt að flestir gerðu sér grein fyrir, enda er það ákveðin forsenda fyrir því að menn kynni sér hvort að hlutirnir sem þeir leggja til séu á annaðborð mögulegir.

Ég var ekki að kenna neinum um REI-málið, þessi meirihluti var einfaldlega kallaður þetta af fjölda manns útaf því að til hans var stofnað í kjölfar REI-málsins.

Ég var ekki að snúa útúr neinu, þú ert búin að sjá um þá hlið mála hér með miklum bravúr. Siðferðislega er þessi nýi meirihluti á nákvæmlega sömu slóðum og sá sem þau taka við af. Ef að þessi borgarfulltrúi, Ólafur, vill ekki vinna með hinum í fráfarandi meirihluta þá bara er ekkert að því að hann leiti samstarfs við aðra. Það liggur fyrir að fyrst hann vildi ekki vinna með þeim þá þurfti hvort sem er að mynda nýjan meirihluta. 

Þessi seinasta málsgrein þín er barnalegur þvættingur. Ég hef hvergi sagt að fólk eigi bara að halda kjafta nema á 4 ára fresti, hvað þá að ég hafi haldið því fram að stjórnmálamenn megi gera hvað sem er.

Ef þú ætlar að standa í svona rugli, útúrsnúningi og skítkasti, þá skaltu ekki búast við því að fólk nenni mikið að ræða þetta við þig. 

Egill Óskarsson, 24.1.2008 kl. 20:41

24 identicon

Já Jón, flottar þessar tölur úr skoðanakönnunum. Eigum við ekki að hafa það þannig að það sé mynduð ný stjórn ef skoðanakannanir í FRÉTTABLAÐINU segja að stjórnin hafi ekki fullan stuðning ? Hættum bara að kjósa og látum Gallup og félaga um þetta !!

Já og svo mynnir mig að það hafi safnast svipað margar undirskriftir gegn fráfarandi meirihluta þegar tóku við. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 00:24

25 identicon

"Allavega fer það svakalega í þig að ég gagnrýni að þeir ætli að haga sér svona með svona lítinn stuðning."

Alhæfingar hafa aldrei verið neinum til framdráttar, sérstaklega ekki þegar þú hefur ekki hugmynd um afstöðu fólks. 

Umræðan hefur ekki að minni hálfu verið um það hvort skiptin séu rétt eða ekki. Við erum einungis að ræða um hvernig mótmælunum væri háttað á fundinum. Að vera úthúða fólki með svívirðingum og látum, borgarstjórnarmönnum sen og sitjandi áhorfendum, svo illilega að gamalt fólk fari næstum því að gráta yfir því í sjónvarpi að vera kölluð fasisti, er ekki af hinu góða. Alveg sama hvernig þú lítur á þetta.

Ef þau hefðuð hlekkjað sig við ráðhúsið, haldið á stórum borðum, lokað aðkomu að ráðhúsinu, samið lag um óréttlæti eða eitthvað í þá átt þá hefði ég ekki eitt púðir í þessar umræður. Það hefði verið betri mótmæli enn að storma þarna inn og hindra fundarsköp á þennann hátt. 

Kannski er það tíska í dag að níðurlægja fólk enn það er ekki af hinu góða og hjálpar ekki neitt í sambandi við þetta mál. 

Hallgrimur Viðar Arnarson (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 00:43

26 Smámynd: halkatla

æææ þú mættir semsagt alla leið niðrí ráðhús bara til að fagna því að ósóminn næði fram að ganga, en í stað þess að fá væmna og aumkunarverða hrokaseremóníu þá varstu neydd til að þess að horfa uppá fólk sem var ekki jafn fullkomlega móttækilegt fyrir öllu ruglinu og þú - tilhugsunin er mjög fyndin en skerí

p.s alvöru öfgamenn hefðu vaðið í villingana í þínum sporum!

halkatla, 25.1.2008 kl. 21:22

27 Smámynd: halkatla

Egill, ef það var alla tíð Ólafur sem bara vildi losna úr þessum þarna kvartett, afhverju segir hann þá sjálfur að þetta hafi upphaflega verið rætt við sig á allt annan hátt? Auk þess að tala ekki við Margréti Sverris um kraumandi pirring og óánægju? Þetta gengur ekki alveg upp...

halkatla, 25.1.2008 kl. 21:25

28 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mér sýnist það vera regla, ef einhver bloggar um læti nokkurra vanstilltra ungmenna í ráðhúsinu, að sá hinn sami sé sjálfstæðismaður eða -kona. Smjörklípa auðvitað, til að dreifa athyglinni frá hinu alvarlega valdaráni sjálfstæðismanna og Ólafs F. með svikum lygum og hrossakaupum.

Theódór Norðkvist, 25.1.2008 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband