Saltkjöt og baunir - GRÆNAR baunir...

já, það er stundum misjafn maturinn í vinnunni hjá mér... búinn að vera ágætur upp á síðkastið en í dag varð ég frekar furðulostin.

Auðvitað var saltjöt í matinn í tilefni dagsins, en já, saltkjöt í UPPSTÚF, með kartöflum, grænum baunum og rauðkáli.... hmmm... er farin að halda að einhver hafi ætlað að gúggla "meðlæti+saltkjöt" en óvart skrifað "meðlæti+hangikjöt"... svo var nú súpa með, baunasúpa, jah, meira svona þunn glær súpa með beikoni í og Auðvitað tvær hvítar snittubrauðsneiðar með.... hahahaha.... jafnvel spurning hvort þetta sé einhver lenska hjá skagamönnum eða hvað ??

ég er allavega ótrúlega ánægð að hún systir mín bauð mér í saltkjöt í kveld og hlakka ótrúlega til að fá alvöru saltkjöt með alvöru meðlæti Grin


loksins alvöru mótmæli

loksins loksins er eitthvað að gerast í þessum reykingarbannsmálum, kannski eini kosturinn við skítaveðrið sem er búið að vera í allan vetur. ég er mjög ánægð og vil skila miklu hrósi til félags kráareigenda, sem byrjaði með framtaki q-bar og barsins í gærkvöldi. mig langaði einmitt rosalega að kíkja en komst ekki og finnst því frábært að þetta var ekki eina skiptið.

þetta kalla ég alvöru mótmæli, mótmæli sem ekki snúast að því að skemma eða niðurlægja aðra heldur einungis mótmæli gegn stóru broti á eignaréttinum. auðvitað eru reykingar skaðlegar, en reykingar eru leyfðar af ríkinu, seldar allsstaðar og því algjörlega fáránlegt að ríkið geti bannað kráar/veitingahúsaeigendum að ráða yfir sínum eignum sjálfir.

strákarnir á x-inu eru líka öflugir í prómóinu núna. eru að hvetja fólk sem orðið er þreytt á prumpu- og svitalyktinni á skemmtistöðunum til að senda tölvupóst á gulla þór.

Að lokum langar mig að láta fylgja með grein sem ég skrifaði fyrir rúmum tveimur árum nánar tiltekið í desember 2005 á frelsi.is þegar reykingabannsfrumvarpið var enn í umræðu á alþingi:

 

 

Reykingabann
Gleymum því í smá stund að verið sé að tala um reykingar. Við erum að tala um bann, hreint og klárt bann. Ég sem ungur sjálfstæðismaður trúi ekki á forræðishyggju og það er ekki hægt að neita því að þetta er ekkert nema forræðishyggja af hæstu gráðu.
 
Ég verð að játa, ég er hlutdræg í þessu máli. Auðvitað er þetta leiðinlegur ávani og alveg stórkostlegt að manni detti yfirhöfuð í hug að anda að sér allskyns eiturefnum af fúsum og frjálsum vilja þegar maður veit fullvel að það er óhollt. Jah, ef þetta væri nú það eina óholla sem maður léti eftir sér þá væri það nú ekki svo slæmt. Hvað á að banna manni næst? Hvaða löstur eða það sem talist getur óheilsusamlegt líferni verður næst fyrir valinu hjá ríkisvaldinu? Auðvitað er frábært að fólk er orðið meðvitaðra um hvað er hollt og hvað er óhollt en þessu eins og annarri forræðishyggju á ekki að þröngva upp á fólk.
 
Nú megum við nú ekki gleyma því að einnig er verið að ræða um réttindi fólks sem vinnur á þessum umræddu stöðum, rétt þeirra til vera í vinnuumhverfi, laust við óbeinar reykingar. Auðvitað hefur fólk fullan rétt á því að starfa í því umhverfi sem það vill og það er fullt af vinnustöðum í sama geira sem bjóða upp á reyklaust umhverfi. En hvar eru þá réttindi þeirra sem vinna nú þegar á umræddum stöðum og líkar aðstaðan vel. Það er auðvitað alveg augljóst að ef þú sækir um vinnu á skemmtistað þá veistu að það er reykt þar inn og ef þú sækir um vinnu á leikskóla þá veistu að þú ert ekkert að fara að púa vindla í vinnunni. Fyrir utan það að hver eru svo réttindi þeirra sem eiga og reka umrædda staði? Hvernig er hægt að rökstyðja það að skyndilega á að banna þeim að leyfa löglega vöru innandyra á þeirra eigin stað? 

Persónulega þá finnst mér stærsti punkturinn í þessu vera sá að með þessu er verið að skerða valfrelsi einstaklingsins. Allra einstaklinga sem eiga hlut að máli. Gaman að væri að heyra hvað ungum reyklausum sjálfstæðismönnum finnst um þetta mál. 

Er ekki bara gúrkutíð á þingi?

 


mbl.is Leyfa reykingar í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Logi með opnun í Smátíma á eftir......

jæja, logi og ein bekkjarsystir hans eru með sýningu í smátíma núna um helgina (kjallaranum á kaffi hljómalind), opnun á eftir klukkan 19. eru búin að vera alltaf tvö og tvö með opnun á hverjum föstudegi og eru þau tvö síðust og síðan á víst að loka galleríinu og rífa húsið fljótlega, annars veit maður nú aldrei með þaaaaað......

en já, endilega kíkja, verður örugglega skemmtilegasta sýningin til þessa enda logi algjör snillingur:

 opnun - logi

 


skrílslæti....

Í dag fór ég í ráðhúsið að fylgjast með því þegar nýr meirihluti tæki við. Verð að segja að ég hef aldrei orðið vitni af jafnmikilli vanvirðingu. Mótmæli eru góð tæki til að láta í ljós skoðun sína á málefnum en þetta voru ekkert annað en barnaleg skrílslæti.

Aldrei hefði okkur ungum sjálfstæðismönnum dottið í hug að gera eitthvað í líkingu við þetta, og er það ekki sökum ófrumleika, heldur vegna þess að við höfum meiri sjálfsvirðingu og kjósum að tjá okkar skoðanir og mótmæli með mun skýrari og skilvirkari hætti á málefnalegan hátt t.d. með greinaskrifum, en ekki með látum, frammíköllum og persónuárásum á borgarstjórnarfundum. Ja, ég er enn bara frekar sjokkeruð yfir stemmningunni þarna, leiðinlegt að þurfa frá að fara þegar hlé var gert á fundinum vegna hávaða í "mótmælendum" og geta ekki fylgst með restinni af fundinum. 

 


mbl.is Fundur hafinn á ný í Ráðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

demókratar vs. repúblikanar

greinilegt að ég er hvorugt....

fann þetta próf hjá honum sævari dungeon-führer .....

63% John McCain
62% Mitt Romney
59% Chris Dodd
59% Mike Huckabee
58% Ron Paul
57% Bill Richardson
56% Barack Obama
55% Dennis Kucinich
52% Rudy Giuliani
52% Hillary Clinton
51% Mike Gravel
51% John Edwards
50% Fred Thompson
49% Joe Biden
43% Tom Tancredo

2008 Presidential Candidate Matching Quiz

köben ?

en íslendingafélagið í köben.. eru þeir ekki með skötuveislu?

ég sendi þeim nú meil í gær en ekki fengið neitt svar. langar svooooo í skötu á þorlák Grin


mbl.is Skötuveislunni í Sønderborg bjargað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eru stjórnmál aftur???

Fékk þennan í meili í dag og langaði að pósta honum hérna. Góður en greinilega skrifaður af samfylkingarmanni.. haha Grin

 

Nonni litli var aðeins farinn að velta fyrir sér lífinu og tilverunni og einn daginn fór hann til pabba síns og spurði
hann: "Hvað eru stjórnmál?" Pabbi hans svaraði: "Jú sjáðu til, það er kannski best
að ég útskýri það á þennan hátt:

Ég vinn fyrir fjölskyldunni og þess vegna skulum við kalla mig Auðmagnið. Mamma þín stýrir heimilinu og ræður útgjöldunum og þess vegna skulum við kalla hana Stjórnvöld. Við erum til þess að sinna þörfum þínum svo við skulum kalla þig Fólkið.
Við getum síðan haldið áfram og kallað barnfóstruna Öreiga. Litla bróður þinn skulum við kalla Framtíðina. 
 
Farðu nú og veltu þessu fyrir þér og athugaðu hvort þetta kemur ekki heim og saman. þannig að Nonni litli fór í háttinn og hugsaði stöðugt um það sem pabbi hans sagði honum. 
 
Um nóttina vaknar hann upp við grátinn í bróður sínum. þegar hann kemur inn í herbergi hans finnur hann fljótt að bleian hans er blaut og mikil fýla af henni. Hann fer inn í svefnherbergi foreldra sinna og finnur mömmu sína sofandi. þá fer hann að herbergi barnfóstrunnar og finnur að hurðin er læst. 
 
Hann kíkir inn um skráargatið og sér föður sinn í rúminu með barnfóstrunni.  Að lokum gafst Nonni litli upp og fór aftur í herbergi sitt og sofnaði.
 
Næsta morgun segir hann við föður sinn. "Pabbi, ég held núna að ég skilji hvað stjórnmál ganga út á." Gott segir faðirinn, segðu okkur frá því. þá sagði Nonni litli: " Jú sjáðu til, á meðan Auðmagnið riðlast á Öreigunum er Ríkisstjórnin steinsofandi. Fólkið er hundsað og Framtíðin er í djúpum skít...


fleiri nýjar... þó örlítið eldri myndir.....

má finna HÉR. þetta eru myndir af sus-þinginu sem var í september. var soldið lengi að koma mér í að fara í gegnum þetta.. enda ansi margar myndir.... var alveg ótrúlega dugleg að smella af Smile

já, það er reyndar lykilorð á albúminu... en SUS-arar ættu að geta giskað á það í e-m tilraunum, eða bara senda mér beiðni um lykilorðið... Grin


Nýjar myndir - Airwaves

já, ég var að henda inn myndum frá airwaves á myndasíðuna mína, bara brilliant helgi.. held maður sé enn að jafna sig.. hehe  Grin

MYNDIR HÉR

 


Rassabíllinn til sölu :)

jæja, er að reyna að selja renault rassabílakaggann minn. kallinn í úglöndum og ég á vinnubíl svo það er um að gera að leyfa öðrum að njóta hans

<NÁNARI INFÓ HÉR>

renault kagginn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband