small world....

Af trilljónum hótela í bangkok, fór ég akkurat á þetta hótel fyrir rúmum tveimur árum í útskriftarferðinni minni úr THÍ. Í fréttum kemur fram að þarna var hvorki viðvörunar- né sprinklerkerfi, sérstaklega skemmtilegt þar sem við vorum að útskrifast úr byggingartæknifræði.

Búið að vera vinsæll brandari meðal okkar bekkjarfélagana í morgun.. getum allavega verið viss um að næst þegar við förum þangað verður það nýuppgert Wink veitti ekki af því... eitt af þessum hótelum sem lítur roooosalega vel út á myndum, var svo sem alveg ágætt en greinilega ekkert verið gert fyrir það í möörg mööörg ár.

En já, þetta vekur upp skemmtilegar minningar... herbergisfyllerí, froskalappirnar á hótelveitingastaðnum, skemmtistaðinn í kjallaranum og fullt fullt fleira, enda snilldar Tælandsferð sem á aldrei eftir að gleymast, langar rosalega aftur... Held það verði tekið trip down memory-lane í kvöld og myndir ferðarinnar skoðaðar Smile

 

ps. ætla að reyna að virkja þessa síðu mína núna af e-u viti... 123.is/gydasol verður enn opin en aðallega sem myndasíða 


mbl.is Eldur í vinsælu hóteli í Bangkok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband