loksins alvöru mótmæli

loksins loksins er eitthvað að gerast í þessum reykingarbannsmálum, kannski eini kosturinn við skítaveðrið sem er búið að vera í allan vetur. ég er mjög ánægð og vil skila miklu hrósi til félags kráareigenda, sem byrjaði með framtaki q-bar og barsins í gærkvöldi. mig langaði einmitt rosalega að kíkja en komst ekki og finnst því frábært að þetta var ekki eina skiptið.

þetta kalla ég alvöru mótmæli, mótmæli sem ekki snúast að því að skemma eða niðurlægja aðra heldur einungis mótmæli gegn stóru broti á eignaréttinum. auðvitað eru reykingar skaðlegar, en reykingar eru leyfðar af ríkinu, seldar allsstaðar og því algjörlega fáránlegt að ríkið geti bannað kráar/veitingahúsaeigendum að ráða yfir sínum eignum sjálfir.

strákarnir á x-inu eru líka öflugir í prómóinu núna. eru að hvetja fólk sem orðið er þreytt á prumpu- og svitalyktinni á skemmtistöðunum til að senda tölvupóst á gulla þór.

Að lokum langar mig að láta fylgja með grein sem ég skrifaði fyrir rúmum tveimur árum nánar tiltekið í desember 2005 á frelsi.is þegar reykingabannsfrumvarpið var enn í umræðu á alþingi:

 

 

Reykingabann
Gleymum því í smá stund að verið sé að tala um reykingar. Við erum að tala um bann, hreint og klárt bann. Ég sem ungur sjálfstæðismaður trúi ekki á forræðishyggju og það er ekki hægt að neita því að þetta er ekkert nema forræðishyggja af hæstu gráðu.
 
Ég verð að játa, ég er hlutdræg í þessu máli. Auðvitað er þetta leiðinlegur ávani og alveg stórkostlegt að manni detti yfirhöfuð í hug að anda að sér allskyns eiturefnum af fúsum og frjálsum vilja þegar maður veit fullvel að það er óhollt. Jah, ef þetta væri nú það eina óholla sem maður léti eftir sér þá væri það nú ekki svo slæmt. Hvað á að banna manni næst? Hvaða löstur eða það sem talist getur óheilsusamlegt líferni verður næst fyrir valinu hjá ríkisvaldinu? Auðvitað er frábært að fólk er orðið meðvitaðra um hvað er hollt og hvað er óhollt en þessu eins og annarri forræðishyggju á ekki að þröngva upp á fólk.
 
Nú megum við nú ekki gleyma því að einnig er verið að ræða um réttindi fólks sem vinnur á þessum umræddu stöðum, rétt þeirra til vera í vinnuumhverfi, laust við óbeinar reykingar. Auðvitað hefur fólk fullan rétt á því að starfa í því umhverfi sem það vill og það er fullt af vinnustöðum í sama geira sem bjóða upp á reyklaust umhverfi. En hvar eru þá réttindi þeirra sem vinna nú þegar á umræddum stöðum og líkar aðstaðan vel. Það er auðvitað alveg augljóst að ef þú sækir um vinnu á skemmtistað þá veistu að það er reykt þar inn og ef þú sækir um vinnu á leikskóla þá veistu að þú ert ekkert að fara að púa vindla í vinnunni. Fyrir utan það að hver eru svo réttindi þeirra sem eiga og reka umrædda staði? Hvernig er hægt að rökstyðja það að skyndilega á að banna þeim að leyfa löglega vöru innandyra á þeirra eigin stað? 

Persónulega þá finnst mér stærsti punkturinn í þessu vera sá að með þessu er verið að skerða valfrelsi einstaklingsins. Allra einstaklinga sem eiga hlut að máli. Gaman að væri að heyra hvað ungum reyklausum sjálfstæðismönnum finnst um þetta mál. 

Er ekki bara gúrkutíð á þingi?

 


mbl.is Leyfa reykingar í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það að neyða aðra til að skemmta sér í kringum reykingar fýlu bara því að reykingar fólk er það frekt og ótilitsamt að geta ekki bara skroppið út fyrir í 2 - 3 min og komið síðan aftur inn er bara heimska og yfirgangur, flest reykingar fólk getur ekki séð sér fært um að sjá hlið þeirra sem reykja ekki eða eru hættir að reykja einfaldlega því þeim finnst bara fínnt að anga af reykingar fýlu allan daginn og kippa sér ekkert upp við það

Ég sjálfur reykti í 2 ár og fannst það bara best!. en núna búinn að vera hættur í nokkur ár og finnst þessi reykingar fýla bara algjör sori og nenni ég eginlega aldrei í bæinn því þá þarf ég alltaf að láta jakkafötin mín í hreinsun daginn eftir sem kostar slatta + áfengi kvöldið áður + leigubíll og fleirra

Þannig að það er bara best fyrir alla ef að reykingar fólk myndi sá sér fyrir smá tilitsemi gagnvart öðru fólki og fara bara út fyrir í 2 - 3 mín og reykja þar

Kv.Jökull

Jökull (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 12:12

2 Smámynd: Erla Margrét Gunnarsdóttir

mér finnst bara lang eðlilegast að eigendur staðanna ráði því sjálfir hvort þar sé reykt eður ei og þá geta allir fundið sér stað til að vera á.

Erla Margrét Gunnarsdóttir, 1.2.2008 kl. 12:37

3 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Það neyðir þig engin inn á skemmtistaði, ef þetta væri þín eign segjum húsið þá væri það annað mál

Alexander Kristófer Gústafsson, 1.2.2008 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband