Saltkjöt og baunir - GRÆNAR baunir...

já, það er stundum misjafn maturinn í vinnunni hjá mér... búinn að vera ágætur upp á síðkastið en í dag varð ég frekar furðulostin.

Auðvitað var saltjöt í matinn í tilefni dagsins, en já, saltkjöt í UPPSTÚF, með kartöflum, grænum baunum og rauðkáli.... hmmm... er farin að halda að einhver hafi ætlað að gúggla "meðlæti+saltkjöt" en óvart skrifað "meðlæti+hangikjöt"... svo var nú súpa með, baunasúpa, jah, meira svona þunn glær súpa með beikoni í og Auðvitað tvær hvítar snittubrauðsneiðar með.... hahahaha.... jafnvel spurning hvort þetta sé einhver lenska hjá skagamönnum eða hvað ??

ég er allavega ótrúlega ánægð að hún systir mín bauð mér í saltkjöt í kveld og hlakka ótrúlega til að fá alvöru saltkjöt með alvöru meðlæti Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Ruth

Nei virðist ekki vera lenska á Skaganum. Tengdó var með alvöru baunasúpu með saltkjötinu og engan jafning (og sonur minn var SVEKKTUR, borðar ekki saltkjöt nema drekkja því í sósu). Reyndar var beikon í súpunni svona þegar þú nefnir það...

Ég borða reyndar ekkert svona baunir, vil bara saltkjöt, kartöflur og mjólkurglas

Guðný Ruth , 12.2.2008 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband