26.3.2009 | 00:15
Flottur listi xD
Ég er nokkuð sátt með listana okkar báða, suður og norður, sérstaklega norður þar sem undirrituð er þar í 14.sæti - nú er bara málið að ná inn sjö þingmönnum í norður - hehe ;) Annars flott fólk úr öllum áttum. Nú er sléttur mánuður í kosningar, ég hlakka til þegar baráttan fer á fullt skrið, hef fulla trú á að landsfundurinn verði góður núna um helgina, verði gert upp við fortíðina og svo komum við út af fundinum sterk og samheldin.
Sóley Tómasdóttir er eitthvað ósátt við að Sjálfstæðisflokkurinn "taki þennan leik" að tilgreina að það sé jafnt kynjahlutfall í tíu efstu sætunum. Reyndar telur Sóley ekki ástæðu til að nefna að það er líka tekið fram að það sé jafn hlutfall á öllum listanum og einnig það að frambjóðendur hafi ólíka reynslu á menntun ásamt því að vera á öllum aldri frá tvítugu til áttræðs. Sóley ætti að vita betur að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki lagt upp úr því að vera með kynjakvóta, fléttulista eða álíka vitleysu. Heldur treystir flokkurinn því góða fólki, körlum og konum, sem eru í flokknum til að bjóða sig fram og sýna krafta sína. Í Suðurkjördæmi er nú alls ekki skortur af kvenfólki í efstu sætum og einnig má benda á að þegar efstu 12 sætunum í Reykjavík, þ.e. eins og kjósendur prófkjörs ákváðu var skipt á milli Suður og Norður (sléttar - odda) má sjá að í Norður eru 4karlar vs. 2konur og í Suður eru 2karlar vs. 4.konur. Þessi tvö dæmi finnst mér sýna augljóslega það sem ég hef alltaf vitað, konur eru meira og meira að taka þátt í áhrifastörfum, hvort sem er pólítík eða stjórnunarstöður í fyrirtækjum. Við þurfum enga kvótavitleysu ;)
D-listar í Reykjavík birtir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Dream on.
Davíð Löve., 26.3.2009 kl. 00:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.