7.4.2009 | 11:45
Vanhæf ríkisstjórn, vanhæf ríkisstjórn!
Jú, því ríkisstjórn aðgerðanna var svo hugulsöm að bjarga okkur úr klóm Sjálfstæðisflokksins og nýta þennan mikilvæga tíma fram að kosningum í að bjarga heimilunum, eða hvað? Hin svokallaða aðgerðarstjórn er algjörlega búin að sýna það að í orði sem borði að verkstjórinn sem þeim fannst svo innilega vanta í brúnna hefur greinilega ekki hundsvit á hvaða aðgerðir heimilin þarfnast og hvað þá að hafa nokkuð haldbært vit á verkstjórn yfir höfuð.
Kosningabarátta stjórnarflokkanna er hafin á þingi. Kosningabarátta sem snýst um að setja á dagskrá hvert gæluverkefnið á fætur öðru og núna stórt mál sem snýr að breytingum á stjórnarskrá okkar Íslendinga. Hluti frumvarpsins, stjórnlagaþingið, var skýr krafa Framsóknarflokksins og sett fram sem skilyrði fyrir stuðningi við minnihlutastjórnina. Framsókn er þannig haldið góðum eins lengi og mögulegt er á meðan fylgi þeirra sígur niður með snöru ríkisstjórnarinnar. Fjölmargir fræðimenn og sérfræðingar hafa bent á galla frumvarpsins, en Samfylkingunni og Vinstri grænum finnst það alls ekkert tiltökumál, enda er þetta bráðnauðsynlegt fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu.
Hæstvirtur forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur greinilega einskæran áhuga á að verða fyrsti forsætisráðherrann í rúm 50 ár til að standa fyrir breytingum á stjórnarskránni án samstöðu á þinginu. Hún hefði betur skellt sér á NATO fundinn en vegna anna hér heima fyrir sá Jóhanna sér ekki fært að mæta. Svo mikið er hæstvirtum forsætisráðherra mál að koma þessu í gegn að hún sést varla í þingsalnum til að hlusta á umræður og svara spurningum um sitt eigið frumvarp. Allt þetta er frekar kómískt í ljósi þess hversu duglegir fjölmiðlar voru að hampa vinsældum Jóhönnu á erlendri grundu þegar hún var skipuð verkstjóri en á móti kemur þá fékk Össur sitt kodak-móment með Obama.
Þrjóska og þrautseigja Sjálfstæðismanna er eðlileg og ánægjuleg. Í dag lögðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram heiðarlega tillögu um breytingu á uppröðun málum þingsins svo hægt væri að taka fyrir þau mál sem lúta að hag heimilanna. Breyting stjórnarskráarinnar og stjórnlagaþing slökkva ekki elda dagsins í dag og er því fullkomlega eðlilegt að svona viðamikið frumvarp bíði nýrrar ríkisstjórnar með nýtt umboð frá þjóðinni.
Hvar er búsáhaldabyltingin núna? Úps, henni var greinilega sama um umboðið, heimilin og allt sem hún barðist fyrir. Hennar markmið var greinilega að koma Sjálfstæðisflokknum frá og leyfa aldurforsetum þingsins að snúast um skottin á sjálfum sér í nokkra daga í viðbót. Nokkrum mótmælaskiltanna hefur meira að segja verið stillt fallega upp til sýnis í gluggum húsnæðis vinstri grænna í miðbænum. Tilviljun?
Hvernig væri að núverandi ríkisstjórn myndi einbeita sér að bráðnauðsynlegum málum sem snúa að fólkinu í landinu? Annars kostar tel ég skyldu þeirra að slíta þingi hið snarasta og heyja sína kosningabaráttu annars staðar en í þingsölum Alþingis.
Það er löngu kominn tími á Afsakið hlé á Alþingi fram til 25.apríl!
Pistill birtist á Deiglunni, 7.apríl 2009
Enn rætt um fundarstjórn forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Af hverju skipuleggur þú ekki mótmæli sjálf?
Birgitta Jónsdóttir, 7.4.2009 kl. 11:47
Eru Sjálfstæðismenn þeirrar skoðunar að þeir einir hafi rétt til að breyta stjórnarskránni án samstöðu í þinginu. Það hafa þeir gert og það þekkja allir sem hafa kynnt sér sögu stjórnarskrárinnar. Rök þeirra þá voru að meirihlutinn ætti að ráða. Nú eiga þau rök ekki lengur við! Stefna íhaldsins er jafn ábyggileg og hjá vindhana í haustlægðum.
G. Valdimar Valdemarsson, 7.4.2009 kl. 12:14
Hefur einhver bannað þér að fara út á Austurvöll - eða bara hvert sem er - og afhrópa þessa ríkisstjórn sem nú situr?
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 12:28
Pointið er hvað varð um fólkið sem mótmælti eins og enginn væri morgundagurinn meðan Sjálfstæðisflokkurinn var enn við völd undir m.a. yfirskriftinni að það vantaði aðgerðir fyrir heimilin! Núna er minnihlutastjórnin að reyna að troða í gegn breytingum á stjórnarskránni á hundavaði og á meðan sitja þörfu málin á hakanum. Það er korter í kosningar og þeir eiga að sjá sóma sinn í að heyja kosningabaráttuna utan þingsins.Greinilegt að búsáhaldabyltingin snérist eingöngu um að koma Sjálfstæðisflokknum frá.
Það er enginn að banna mér að fara á Austurvöll og mótmæla, það sagði ég aldrei. með þessari grein er ég að mótmæla ástandinu. Sjáum svo hvað gerist, allavega ætti að vera hægt að redda fullt af skiltum sem á stendur "vanhæf ríkisstjórn" og eru ekki í notkun ;)
Ps. Valdi, maður myndi nú kalla þetta að kasta steinum úr glerhúsi, verandi í hinum eina sanna vindhana-flokki.
Erla Margrét Gunnarsdóttir, 7.4.2009 kl. 12:42
Rök Erla rök. Nefndu dæmi.
G. Valdimar Valdemarsson, 7.4.2009 kl. 12:50
Landráða - stjórnarandstaða
HG (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 12:58
sko vinstri grænir eru ekki tilbúnir til að borga fyrir mótmæli núna Þeir eru komnir í betri aðstöðu en áður til að stunda skemdaverk fyrir íslenskan almenning. Og almenningur mun launa þeim vel og ríkulega í komandi kostningum og tryggja þeim áframhaldandi umboð til skemmdaverka
kiddi (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 13:07
Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn á þingi sem ekki treystir þjóð sinni.
Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn á þingi sem ekki vill að völd færist frá þinginu til þjóðarinnar.
Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn á þingi sem ekki vill að auðlindirnar verði gerðar að þjóðareign, ástæðan er sú að flokkurinn vill víla og díla með eigur okkar frekar en að láta þjóðina njóta ávagstanna.
Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn á þingi sem vill að kvótakerfið verði óbreytt. Sem gæti orðið til þess í framtíðinni að viðlíka uppákoma og nú er í þjóðfélaginu geti endurtekið sig.
Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn á þingi sem er trúflokkur, þetta er trúflokkur í þeirri merkingu að allir flokksmenn eru alltaf sammála forystunni, alveg sama jvaða skít þeir koma með og spillingu, þá eru flokksmenn alltaf sammála. Jafnvel þó sonu fyrrverandi formanns, frændi og spilafélagi séu ráðnir í feit embætti. Allir sammála um að það sé gott.
Ætlar þú að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Ert þú undirlægja?
Valsól (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 13:19
samspilling og vinstri grænir eru þeir flokkar á þingi sem styðja útrásarvíkingana í þeim verkum sem þeir hafa gert Meðan Samspyllingin var með sjálfstæðismönnum í ríkisstjórn hlupu leiðtogar þeirra út um allar grundir gapandi og gjammandi Þeir sýndu engan áhuga á að lágmarka það tjón sem almenningur varð fyrir. Það eina sem samspyllingin var sammála um var að koma Davíð úr Seðlabankanum. Fyrir Hvaða sakir? Það var einungis til þess að geta staðið með útrásar víkingum í að fá tíma til að koma undan eigum.
Svari nú hver fyrir sig Hvað hafa mörg lög verið sett á fjármálalífið frá bankahruni til að koma því af stað aftur
Hvað hafa verið sett mörg lög um að almenningur verði að taka á sig auknar birgðar vegna stöðunar?
Sjálfstæðismenn vilja ræða á alþingi málefni heimilana og fyrirtækjana en samspylling og kommunistar vilja ræða breitingu á stjórnarskrá. Hvort er mikilvægara?
Ef kostningaúrstlit verða eins og kannanir benda til þá er íslenskur almeningur hálfvitar sem þekkir ekki munin á réttu og röngu Lætur berja inn í sig skoðanir með potti og sleif
það er markt skrýtið sem ég ekki skil. Afhverju standa allir við bakið á Jóni Ásgeir með því að skipta við Bónus og Hagkaup? Afhverju hafa mótmælin aldrei beinst að þeim sem voru í þessari útrás og eiga stóra sök á því sem komið er?
Ég ætla að kjósa sjálfstæðisflokkinn með stolti Það er eini raunhæfi kosturinn og draumurinn er að þeir fá hreinan meirihluta.
kiddi (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.