Frábært þing

Já, þá er maður komin heim í hlýjuna eftir kalda en frábæra helgi á Seyðisfirði Smile þingið gekk rosalega vel. Margar góðar ályktanir samþykktar og auðvitað skemmt sér vel í góðra vina hópi. Það er ekki laust við að maður sé smá lúin eftir helgina.

Ég átti nú að fara austur á fimmtudaginn og ætlaði að vera hjá henni Viktoríu á Reyðarfirði. Það var því miður ófært og fórum við því, ég, nafna mín og Jói Run með fluginu 10:30 á föstudaginn. Hitti ég Viktoríu á vellinum á Egilsstöðum og var hún svo yndisleg að lána mér bílinn sinn yfir helgina. Við tókum smá rúnt um austfirðina á föstudaginn. Kíktum á Reyðarfjörð sem ég verð nú að játa að mér finnst nú ekkert sérstaklega fallegur bær (sorry Viktoría mín), ekkert nema gámar, gámahús, blokkir og kanadahús. Keyrðum síðan yfir á Fáskrúðsfjörð, það finnst mér mjög fallegt bæjarfélag. Öllu rosalega vel haldið við, fullt af sætum litlum húsum með fallegum görðum, bara krúttlegt. Þá lá leiðin aftur til baka yfir á Egilsstaði og þaðan yfir á Seyðisfjörð. Erla heppna var auðvitað að taka fram úr í Fagradalnum og nær þá löggan akkurat að mæla mig Angry, frekar mikið súrt. Auðvitað reyndi ég nú að rökræða við blessuðu lögguna en það gekk lítið því eins og maðurinn sagði "Það er búið að taka allan mannlegan þátt úr þessu", s.s. ég mældist á 111, allt tekið upp á disk og bíð ég núna spennt eftir sektinni sem kemur inn um lúguna. Þýddi nú lítið að láta þetta skemma helgina, fengum okkur búlluborgara á Egilsstöðum og lulluðum á Seyðisfjörð. Rosalega fallegur bær, og aðkoman að honum er sérstaklega flott. Rosalega spes að koma héðan úr borginni í snjókomu fyrir austan, eins og að fara þrjá mánuði fram í tímann. Mjög súrealískt en rosalega flott. 

Setning þingsins var á föstudeginum og um kveldið var móttaka hjá Rarik. Var síðan skellt sér á Herðubreiðina sem við vorum mest alla helgina. Kíkt í kareoki á kaffi Láru og svo "heim" í háttinn. Ég, nafna og Fanney vorum á voðalega krúttlegu gistiheimili, var það þó frekar útúr og því kom bíllinn sér roooosalega vel. Laugardagurinn byrjaði með nefndarstörfum, brunch og byrjað var að taka fyrir ályktanirnar. Tekin var pása á þeim, Heimdallarpartý, móttaka hjá bæjarstjórninni, hátíðarkvöldverður, Geir Ólafs mætti og söng, kíkt var í partý og síðan ball með Todmobile. Bara snilld allt saman. 

Aðaldagurinn var svo auðvitað í dag. Haldið var áfram með ályktanirnar kl. 10 í morgun, tekin hádegismats pása og síðan haldið í kosningar. Mjög skilvirkt þing og allt gekk rosalega vel.

Þórlindur á eftir að standa sig frábærlega sem formaður. Góð stjórn kosin og sjálf var ég kosin í varastjórn. Hlakka ég því mikið til að starfa með Þórlindi, Teit og öllu hinu frábæra fólkinu sem kosið var, næstu tvö árin. Er búin að sitja núna í stjórn Heimdallar í tvö tímabil og hafa þau bæði mikið einkennst af kosningum, fyrst borgarstjórnarkosningum og síðan alþingiskosningum. Spennandi tímar eru framundan, án kosninga, gott tækifæri til að styrkja innrastarf félagsins og láta mikið að okkur kveða til að halda sjálfstæðisstefnunni á lofti og koma okkar málefnum að Wink. Segi því bara aftur, til hamingju Þórlindur, Teitur og allir hinir. 

 ps. set inn myndir á hina síðuna mína þegar ég er aðeins búin að ritskoða þær - I'll keep you posted.


mbl.is Þórlindur Kjartansson nýkjörinn formaður SUS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Margrét Gunnarsdóttir

Akkurat. Svona segir fólkið sem gerir ekkert annað en kvarta og kveina yfir hvað þjóðfélagið er ómögulegt og nennir svo ekkert að gera í því sjálft. Heyr heyr, gáfulegt komment. Rökræður eru óþarfar þar sem allir vita sem hafa komið nálægt ungliðastarfinu hversu mikið og gott starf þar er unnið. :)

ps. skítakommentum frá bitrum einstaklingum verður í framtíðinni eytt.

Erla Margrét Gunnarsdóttir, 17.9.2007 kl. 09:37

2 identicon

En skítakomment frá einstaklingum sem ekki eru bitrir, fá þau að standa?

Mig langaði nú bara að benda þér á að ég var á gistiheimili sem var enn lengra frá en ykkar og við félagarnir vorum ekki á bíl. Vorum því alltaf óvenju hressir á morgunfundum dagana eftir "hóflega" skemmtun enda 20 min ganga í þessum kulda bara hressandi.

ps voru þið í þessu bleika gistiheimili?

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 12:57

3 Smámynd: Erla Margrét Gunnarsdóttir

hahaha.. góð spurning. eru ekki bara bitrir einstaklingar sem nenna að skrifa skítakomment.

en jamm, við vorum á bleika gistiheimilininu, með reykelsislykt og kósýheitum. voruð þið í síldarvinnslunni eða hvað sem þetta var ?

Erla Margrét Gunnarsdóttir, 17.9.2007 kl. 13:21

4 Smámynd: Erla Margrét Gunnarsdóttir

haha, ekkert touchy. Bara komin með leið á fólki sem nennir aldrei að berjast fyrir neinu sem það stendur fyrir, heldur einmitt, bara kvartar og kveinar og sakar þessa duglegu um aðgerðarleysi.

ps. ef það þykir nýmóðins að kvarta, já, þá hugsa ég að ég sé alveg sátt við að tolla ekki í tískunni

Erla Margrét Gunnarsdóttir, 17.9.2007 kl. 15:42

5 Smámynd: Egill Óskarsson

Takk fyrir þingið og takk fyrir moggavinboðið!

Ég held svona ef maður lítur yfirvegað yfir heilsufarið svona í morgunbýtið þessa tvo daga þá hafi aðrir áhrifaþættir en gönguferðir á milli gistiheimila og þingstaða haft úrslitavægi

Skúli, þeir sem komu eitthvað nálægt kosningabaráttu flokksins í seinustu tveimur kosningum ættu líklega erfitt með að taka undir einhverjar blammeringar um aðgerðaleysi ungliða í flokknum, sama um hvaða félag er talað.

Egill Óskarsson, 17.9.2007 kl. 15:58

6 Smámynd: Erla Margrét Gunnarsdóttir

takk sömuleiðis Egill fyrir þingið, þetta var allt saman tóm snilld. Hahaha.... sammála þér með heilsufarið... *hósthóst*. sérstaklega skrítið líka að mæta snemma um morgun, já, kannski ekki alveg nógu hress, á sama stað og maður var að tjútta kvöldið áður

Erla Margrét Gunnarsdóttir, 17.9.2007 kl. 19:52

7 identicon

Jú jú mikið rétt við vorum í síldarvinnslunni og það var engin hippalykt þar, aðalega skítalykt af öllum þeim rössum sem þar hafa stritað í gegnum árin :) 

Nei ég er að grínast það var þessi fína peningalykt yfir pleisinu. 

 Ég verð að vera ósammála Skúla með aðgerðaleysi undanfarin 2 ár, ég tók mjög virkan þátt í starfi Heimdallar veturinn fyrir sveitastjórnarkosningar og þar störfuðu fjöldi einstaklinga og mikið líf í starfinu. Heimdallur var á þeim tíma að byrja að takast á við ný mál m.a. í menntamálum þar sem gamla klisjan um einkaskóla var tekinn og blásið í hana lífi með því að greina vandann betur og nákvæmir. Umhverfismál voru tekin fyrir og einkavæðing strætó. Það var öllu kastað til í kosningabaráttunni og fylgi flokksins hjá ungu fólki fór úr 20% í 45%.

Ég get ekki tekið upp hanskan fyrir starf núverandi stjórnar enda hef ég ekki haft tíma til að vinna í starfinu á þessu starfsári og þekki því lítið til verka þess fólks sem nú situr. Ég hlakka til að sjá nýja stjórn og ný andlit í starfi Heimdallar í vetur og vona að við Frjálshyggjumennirnir fáum kannski í gegn einkavæðingu fæðingaorlofssjóðs áður en ég fer að fjölga mér.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband