8.4.2009 | 01:24
Auglýsingar Framsóknarflokksins......
Ég verð að játa að ég skil ekki alveg auglýsingaherferð xB á netmiðlunum. Þeir eru nú með nýtt B eins og venjulega í hverri kosningabaráttu, svaka sætt hjarta í þetta skiptið, en það sem ég er ekki alveg að tengja er hvers vegna andlitið á Sigmundi er á öllum auglýsingunum, er verið að reyna að púlla "endurnýjunartrompið"?
Ég "klikkaði" annars á eina af auglýsingunum áðan, betra fyrir þá ef heimasíðan myndi samt virka. Ég fékk einungis fullt af viðvörunartexta....
alltaf sá sami og frekar skondnum viðvörunartexti meira að segja:
"Warning .... supplied argument is not valid stream resource in........"
Fjölskyldan með tilsjónarmann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég get ekki annað en tekið undir þetta með þér, en aftur á móti vellti ég því fyrir mér það er sama hvar ég fer inn á netið þar er auglýsing frá xB og að sjálfsögðu með mynd af formanninum! hvernig hafa þeir ráð á þessu öllu, kostar þetta kannski ekkert?
Kristín Ara. (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 02:05
Framsókn styður nýsköpun og hönnun í verki. Það er nefnilega stór munur á að tala eða láta verki tala. Þar skilur á milli. Varðandi kostnaðinn þá kosta þessir litlu tenglar á vefnum í einn mánuð mun minna en heilsíðuauglýsing íhaldsins í Mogganum í morgun, þ.e. ef hún er þá greidd á réttu verði.
G. Valdimar Valdemarsson, 8.4.2009 kl. 10:17
Vá biturleikinn alveg skín úr þér Valdi minn...... "nýsköpun og hönnun í verki" segiru - hvað kemur það andliti Sigmunds Davíðs við?
Erla Margrét Gunnarsdóttir, 8.4.2009 kl. 10:22
Hjartað Erna... og að sjálfssögðu auglýsum við formanninn sem er nýr í stjórnmálum og hefur því ekki aðgang að ræðustól Alþingis eins og aðrir formenn.
Þetta segir sig nú sjálft .... bara ef þær gráu eru notaðar.
G. Valdimar Valdemarsson, 8.4.2009 kl. 10:34
Erna? Þú veist nú vel ég heiti Erla, Valdi minn.... er þetta framsóknarsyndrom? Annars skil ég að þið skulið auglýsa formanninn, kannski ekki á ÖLLUM auglýsingum í stað þess að nýta plássið í málefni til dæmis...
Erla Margrét Gunnarsdóttir, 8.4.2009 kl. 10:37
Fyrirgefðu.. mikið að gera. En pólitísk umræða á Íslandi snýst um Framsókn og hugmyndir okkar. Aðrir hafa ekki lagt neitt til málanna ennþá. Stjórnlagaþing.. komið frá Framsókn. Efnahagstillögur.. .bara einn flokkur lagt fram heilstæðar tillögur... Framsókn. Aðrir eru bara í eltingaleik.
G. Valdimar Valdemarsson, 8.4.2009 kl. 11:07
Nú. Afhverju er þetta þá ekki presenterað í auglýsingum. Allar þessar heilstæðu lausnir? - ég held þið ættuð að hætta að elta skottið á xs og vg, enda eins og þú segir þá hafa þeir ekkert til málanna að leggja og svo munu þeir hvort sem er aldrei vilja hafa ykkur með eftir kosningar ef þeir ná meirihluta. Eina sem þeir virðast sammála um ef marka má eldhúsdagsumræðurnar í gær eru hærri skattar.
Annars er xd með margar fínar tillögur, kemur fram í mörgum góðum landsfundarályktunum. Td. kemur ýmislegt fram í stjórnmálaályktuninni:
Í atvinnumálum:
Gagnvart heimilunum:
Erla Margrét Gunnarsdóttir, 8.4.2009 kl. 11:29
Atvinnumálin eru copy og paste frá úr kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins frá því 1995. Það eina sem er frumlegt er að störfin eru 20 þúsund en ekki 12 þúsund. Svo kemur tvíburaflokkurinn (XS) og segir meira en 20 þúsund og stelur slagorðinu sem var "Vinna Vöxtur Velferð."
Það er bara ekki 1995 núna og menn verða að fara að uppfæra sig svolítið og vera í takt við tímann og ástandið í þjóðfélaginu.
Helmingslækkun á greiðslubyrgði íbúðalána í þrjú ár þar sem því sem útaf stendur er bætt við höfuðstól og ber vexti er skipbrot séreignarstefnunnar. Eignamyndun verður sama og engin í mörg ár. Það setur okkur í sömu stöðu og Japanskt hagkerfi var í fyrir hrunið þar 2002. Húsnæði með löngum lánum og hátt veðsett sem hamlar allri fjárfestingu einstaklinga í áratugi.
Tala nú ekki um niðursveifluna sem verður svo í samfélaginu að þremur árum liðnum þegar greiðslubyrði heimilanna tvöfaldast aftur. En það er kannski til of mikils ætlast að þið hugsið svona langt fram í tímann?
G. Valdimar Valdemarsson, 8.4.2009 kl. 12:01
segir maðurinn í flokknum með 90% lánin og núna 20% niðurfellinguna.....
Erla Margrét Gunnarsdóttir, 8.4.2009 kl. 12:36
90% lánin voru nú þannig að allir flokkar á Alþingi samþykktu og það eru til góðar þingræður þar sem íhaldið vældi undan því að það ætti ekki að afnema hámarkið á lánin frá Íbúðalánasjóði og jafnframt að lánshlutfallið væri bundið brunabótamati. Þeir vildu ekkert hámark og miða við markaðsverð. Nú koma þeir og þykjast alsaklausir. Og þar fyrir utan þá komu bankarnir með 90-100% lán í ágúst 2004 en Íbúðalánasjóður fékk heimildina í nóvember. Lán hjá Íbúðalánasjóði voru líka bundin því skilyrði að viðskipti ættu sér stað en bankarnir lánuðu bara til endurfjármögnunar.
20% niðurfelling leysir vandan í dag en frestar honum ekki í 3 ár eins og íhaldið vill. Er ekki nóg að hafa eina kreppu hversvegna að búa til aðra eftir 3 ár ? Er þá meiningin að fresta aftur.. og halda svo áfram að pissa bara í skóinn á 3 ára fresti ?
G. Valdimar Valdemarsson, 8.4.2009 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.