Öfugsnúið og svifaseint DV

Dv.is birtir í dag frétt um öfugsnúna stöðu Gulla og Illuga í Reykjavík:

"Kastað hefur verið upp á hvernig Guðlaugur Þór Þórðarson og Illugi Gunnarsson skipta á milli sín Reykjavíkurkjördæmum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þar lenti suðurkjördæmið í hlut Illuga en Guðlaugur Þór fer í norður.

Guðlaugur er hins vegar hnútum kunnugastur í suðurkjördæminu, þar sat hann lengi í stjórn Fylkis og á sterkt bakland meðal íbúa í Árbæ og Grafarvogi. Því er heldur öfugsnúið að Guðlaugur þurfi að horfa upp á eigin stuðningsmenn lýsa yfir stuðningi við helsta keppinaut hans í prófkjörinu ef þeir ætla að tryggja flokknum framgöngu í komandi kosningum."

Mér sýnist DV aðallega vera öfugsnúið þar sem Illugi vermir 1.sætið í Rvk.Norður og Gulli 1.sætið í Rvk.Suður. Fyrir utan þennan viðsnúning dv, þá voru framboðslistarnir í Reykjavík samþykktir 24.mars sem var s.s. fyrir meira en tveimur vikum síðan, því afar furðulegt að birta þessa frétt, já eða "sandkorn" eins og þeir kalla það. Ég held ég hafi bara sjaldan séð jafn lélega tilraun til að reyna að búa til ósætti milli tveggja manna.

Væri ekki frekar ráð að pumpa þá sem stjórna landinu og vilja endilega halda því áfram að eftir kosningar, hvað þeir ætli að gera í ESB málum. SJS og JS eru á öndverðri skoðun í þessu stóra máli og samt segja þau samstarfið ganga "ljómandi vel". Skil ekki hvers vegna fjölmiðlar þjarma ekki meira að þeim Steingrími og Jóhönnu með þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband