XD á morgun

Jóhanna og Steingrímur ætla að ræða ESB eftir kosningar, samt ganga þau bundin til kosninga þrátt fyrir að XS vill fara strax í ESB og VG er á móti ESB.... hmmmmmm!! Væri þetta ekki mál til að útkljá fyrir kosningar??
mbl.is Lokaorð formanna til kjósenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Sorgleg.

hilmar jónsson, 25.4.2009 kl. 00:28

2 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Vinstri grænir munu lúffa -

Þeim dettur ekki í hug að segja frá neinu óþægilegu fyrir kosningar. Þessi heiðarlegi og flekklausi flokkur.

,,þar til hann varð ráðherra í febrúar 2009, hafði Steingrímur J. Sigfússon þannig þegið um 15 milljónir króna í launaauka, vegna „eftirlaunafrumvarpsins“. Við ríkisstjórnarskiptin 1. febrúar síðastliðinn, hafði enginn alþingismaður fengið meira greitt vegna samþykktar „eftirlaunafrumvarpsins“ en Steingrímur J. Sigfússon."

 XD!

Örvar Már Marteinsson, 25.4.2009 kl. 00:52

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Bull er þetta í þér Örvar.

Hver setti á eftirlaunafrumvarpið ?  DAVÍÐ ODDSSON.  Þetta ættir þú nú að vita, stjórnmálafræðineminn.  Varamaður Steingríms kaus á móti frumvarpinu.

Og talandi um ESB..... formaður Sjálfstæðisflokksins skiptir um skoðun þar vegna þess að honum er sagt að gera það.  Trúverðugt ? 

Þeir sem kjósa X-D eru að segja;  Hrunið var frábært ! 

Anna Einarsdóttir, 25.4.2009 kl. 01:21

4 Smámynd: Erla Margrét Gunnarsdóttir

Anna, hvað hefur Davíð Oddsson fengið út úr eftirlaunafrumvarpinu ? SJS er sá maður sem hefur fengið mest út úr þessum lögum eins og Örvar bendir réttilega á.

Á landsfundi var samþykkt í ályktunum að hag Íslands væri best borgið utan ESB enn sem komið er...... einnig var samþykkt ályktun um að fara skyldi í tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB.Hvernig skipti Bjarni um skoðun?

PS. Hrunið var auðvitað ekki frábært, það er heimskuleg fullyrðing. Þeir sem kjósa XD sjá að lausnir vinstri flokkana eru engar. Töfralausnir XS með ESB sem ganga bundnir til kosninga með VG sem eru á móti ESB segir bara meira en margt.....

Erla Margrét Gunnarsdóttir, 25.4.2009 kl. 01:29

5 identicon

X-d...er ekki eina stefnan þar "verndun sægreifana"og var ekki eftirlaunafrumvarið eitthvað á þá leið að ef viðkomandi fengi laun fyrir ritstörf skerti það ekki eftirlaun viðkomandi?hver skildi nú hafa lagt þessa snilldar viðbót i spilltasta eftirlaunaósóma sem farið hefur í gegnum alþingi fyrr og síðar?og hvað hefur DO fengið útúr eftirlaunafrumvarpinu spir Erla,svarið er eftirlaun..you get it..

zappa (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 01:49

6 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Of course - X við D! :-)

Reynir Jóhannesson, 25.4.2009 kl. 01:55

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mér væri svosem alveg sama hvaða vitleysu þið kysuð...... ef það bitnaði ekki svona illa á mér og börnunum mínum. 

Skoðið hagtölur eftir valdatíð Sjálfstæðisflokksins.  Rugl !

Anna Einarsdóttir, 25.4.2009 kl. 02:10

8 identicon

D- fyrir djöfulinn.

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 02:14

9 identicon

Já, ekki er úrvalið glæsilegt í kjötborðinu. Sumt kjötið er útrunnið, annað er hreinlega vont. Svo eru tveir nýjir byltingarkenndir réttir. Annar þeirra er hannaður af geðsjúklingi en hinn er bragðlaus. En eitthvað verður að borða! :O

Mín skoðun er sú að sjálfstæðisflokkurinn ber mesta ábyrgð á því hvernig komið er fyrir okkar frábæru þjóð. Honum hefur orðið allsvakalega á í messunni í efnahagsmálum. Ég hef verið í mesta basli við að ákveða hvað ég ætti að kjósa þennan örlagaríka dag sem nú er að renna upp. Úrvalið er hræðilegt.

 Ég ákvað að líta á það þannig: Ef heimilisföðurnum verður svakalega á í messunni og setur fjármál fjölskyldunnar í rúst er það þá sjálfgefið að afhenda eigi börnunum eða óvitum ábyrgðina á endurreisn fjármálanna? 

1) Mér hefur oft fundist gaman að hlusta á Ástþór en það er ekki nokkrar líkur í helvíti að ég treysti honum og hans flokk. Lýðræðisflokkurinn er vonlaus.

2) Borgarahreyfingin vill ESB og er með allt of litla reynslu og ég hef einfaldlega enga trú á því að þeir geti endurreist íslenskt efnahagslíf.

3) Samfylkingin er bara samfylkingin. Hafa engin svör um hvað skuli gera ef þjóðin hafnar ESB í þjóðaratkvæði. Fyrir utan það að sú lausn mun ekkert gera fyrr en eftir 2-3 ár í fyrsta lagi. Þeir gagnrýndu manna hæst að það væri ekki rétt að hafa lögfræðing í seðlabankanum en eru með flugfreyju sem forsætisráðherra. Ég hef ekkert á móti því, áratugareynsla af þingstörfum í nefndum og ráðum er það sem telur en að nota þessi rök til að fá Davíð út var bara ódýrt því þau eru ekkert skárri sjálf.

4) Vinstri grænir kunna bara einfaldlega ekki að búa til peninga.  Sama gildir með Steingrím að hann var að góla eins og honum einum er lagið að ekki væri rétt að hafa ekki fagmenntaðan seðlabankastjóra (16 ára reynsla sem forsætisráðherra sem umbylti efnahagskerfi heillar þjóðar telur ekkert) en er sjálfur núna fjármálaráðherra menntaður jarðfræðingur. Vinstri grænir einblína allt of mikið á að skipta kökunni jafnt en taka ekki eftir því hún minnkar stöðugt í þeirra forsjá. Það er bara það sem vinstri aðferðafræðin býður uppá, þeir kunna ekki að búa til peninga!

 5) Framsókn er að mínu mati spilltasti flokkur landsins. Þeir eru varla sestir í valdastól, hvort sem það er í borg eða ríki, að þá eru vinir þeirra mættir að sjúga spenann í öllum ráðuneytum, nefndum og öllu sem hægt er.

6) Fjöldi atkvæða sem frjálslyndi flokkurinn virðist ætla að fá er sennilega færri en fjöldi manna á lista flokksins, svo litla trú hafa þau á eigin starfi. Kannski ekkert skrítið þegar menn eins og Sturla Jónsson vinna við hlið manns.

Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vaða áfram með valdhroka ár eftir ár. Þeir hefðu vissulega gott af því að fá bara feitan skell og að þjóðin sendi þeim þau skilaboð að hún láti ekki bjóða sér hvað sem er. Hinsvegar, eftir að hafa velt þessu mikið fyrir mér, þá held ég einfaldlega að sjálfstæðisflokkurinn sé líklegastur til að ná okkur útúr þessum hræðilegu ógöngum sem við erum í. Eins fáránlega og það hljómar. 

Ég mun kjósa sjálfstæðisflokkinn á morgun.

Skúli Magnússon (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 02:47

10 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

 Ég óttast að allt of margir hugsi eins og þú. Ef þú hefðir ráðið öryggisfyrirtæki til að vakta heimilið þitt og bíræfnir þjófar myndu brjótast inn til þín. Öryggisverðir frá fyrirtækinu myndu mæta á staðinn en í stað þess að stöðva þjófana og hringja á lögregluna þá myndu öryggisverðirnir aðstoða þjófana við að bera góssið út úr húsinu og hylja síðan ummerki um ferðir þeirra. Þú myndir þá sennilega hafa þetta öryggisfyrirtæki áfram í vinnu eða hvað? ALLT er betra en en XD.

Þorvaldur Guðmundsson, 25.4.2009 kl. 03:01

11 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Er farinn að dýrka þessar líkingar sem fólk hefur búið til kringum ástandið. Komnir með skip, þjóðarskútu og nú öryggisfyrirtæki svo eitthvað sé nefnt. Þessi myndlíking er besta falli hræðileg. Auðvitað ræður þú ekki öryggisverði í vinnu sem hjálpa þjófunum að ræna þig. Það væri slæm viðskiptahugmynd. Hinsvegar er núna verið að kjósa um framtíðina en ekki fortíðina. Auðvitað vegur fortíðin hátt í kosningunum en við þurfum að hugsa áfram og koma okkur úr þessu rugli sem við erum í núna. Því miður þá hafa flokkarnir ekki heillað mig með ósamræmi í skoðunum og hræðslu við að taka erfiðar ákvarðanir sem skaða fylgið þeirra. Mitt atkvæði fer því til Sjálfstæðisflokksins því að mínu mati hafa þeir þær réttari skoðanir og tillögur til að gera það sem þarf. Allavega ná lengra.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 25.4.2009 kl. 04:43

12 identicon

Fræðist um spillingu Framsóknarflokksins => http://framsoknarskolinn.barnaland.is/

Valsól (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 05:35

13 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þið sem ætlið að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eruð að setja x við útrásarvíkingana, þá hina sömu er rændu okkur Íslendinga;

http://www.youtube.com/watch?v=AoD8umlAOFs

Hannes segir það eins skýrt og hægt er að segja það.

.

Skúli.   Ef heimilisfaðirinn rústar fjárhag heimilisins og setur börnin á götuna...þá á móðirin að sjálfsögðu að sjá um börnin.  Faðirinn er til þess óhæfur.

Er ekki bara málið að þangað leitar klárinn er hann er kvaldastur ? 

Skelfilegt !!!

Anna Einarsdóttir, 25.4.2009 kl. 11:07

14 Smámynd: Erla Margrét Gunnarsdóttir

Flott myndlíking hjá Skúla og úttekt á flokkunum. Anna, Hannes er ekki í framboði nú frekar en síðast.....

Erla Margrét Gunnarsdóttir, 25.4.2009 kl. 11:14

15 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hannes hefur verið einn aðal talsmaður og hugmyndasmiður flokksins og besti vinur Davíðs.  Þess sama Davíðs sem mestu hefur ráðið undanfarna tvo áratugi.   Það átt þú að vita. 

Anna Einarsdóttir, 25.4.2009 kl. 11:18

16 Smámynd: Erla Margrét Gunnarsdóttir

og ég veit líka að Davíð er heldur ekki í framboði. Erum við ekki að kjósa um framtíðina ?

Erla Margrét Gunnarsdóttir, 25.4.2009 kl. 12:51

17 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Við þurfum að læra af mistökum fortíðarinnar... næstum því nútíðarinnar.

Nema við viljum gera þau aftur. 

Anna Einarsdóttir, 25.4.2009 kl. 13:00

18 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Flott hjá þér Erla.

X-D

Hilmar Gunnlaugsson, 25.4.2009 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband