Eru konur, konum verstar ?

Sķšastlišna helgi hélt Landssamband sjįlfstęšiskvenna (LS) landsžing ķ Stykkishólmi og sendi ķ kjölfariš frį sér įlyktun. Ķ įlyktuninni er tępt į helstu hlutum sem viškoma žjóšfélaginu ķ dag, flest allt almennt oršaš og hnykkt į žeim hlutum sem snśa aš sjįlfstęšisstefnunni og žarfnast lagfęringar. Ein mįlsgrein ķ įlyktuninni telur pistlahöfundur félaginu ekki til framdrįttar, engan veginn ķ anda žeirrar stefnu sem Sjįlfstęšisflokkurinn stendur fyrir og umfram allt vanviršing viš allar konur ķ flokknum. Mįlsgreinin sem um ręšir er svo hljóšandi:

„Landssamband sjįlfstęšiskvenna telur aš framtķš landsins verši best tryggš meš jafnri žįtttöku kvenna og karla ķ stjórnmįlum og atvinnulķfi. Landssamband sjįlfstęšiskvenna mun į nęsta starfsįri beita sér fyrir žvķ aš flokkurinn samžykki jafnréttisstefnu sem skal fylgt ķ öllum störfum flokksins. Žaš er lįgmarkskrafa aš efstu sęti frambošslista flokksins verši jafnt skipuš konum og körlum.“

Aušvitaš er gott fyrir framtķš Ķslands aš žaš sé sem fjölbreyttastur hópur fólks sem leggur lóš į vogarskįlarnar til žess aš byggja upp landiš, hvort sem er ķ atvinnulķfi eša stjórnmįlum. Aš sjįlfsögšu žurfum viš į öllu žvķ góša fólki aš halda sem viš höfum til žess aš komast upp śr kreppunni. Aš setja lįgmarkskröfu um aš helmingur frambošslista sé skipašur konum er aftur į móti alveg jafn frįleitt og aš setja žį kröfu aš helmingur lista sé skipašur örvhentu fólki.

Nś hef ég tekiš žįtt ķ fjölbreyttu félagsstarfi, starfaš ķ żmsum stjórnum og unniš į mörgum vinnustöšum. Aldrei hef ég oršiš žess vör aš karlmönnum sé betur treyst til forystu eša stjórnunnar heldur en kvenfólki. Aldrei hef ég heldur fundiš žörf fyrir hjįlpardekk eša forskot viš žau verkefni sem ég tek mér fyrir hendur „af žvķ aš ég er kona“ og ekki myndi mér heldur hugnast aš vera į frambošslista fyrir žęr sakir.

Viš höfum öll gott af žvķ aš vera mešvituš um jafnrétti, ekki bara jafnrétti milli karla og kvenna heldur jafnrétti ķ žjóšfélaginu almennt. Misjafn er saušur ķ mörgu fé og handahófskennd flokkun sem snżr aš kynferši er engan veginn réttlįtur męlikvarši į hęfileika hvers einstaklings ķ frjįlsu samfélagi.

Viš sem tilheyrum yngri kynslóš žessa lands, žurfum aš tileinka okkur žį hugsun aš vinna saman meš trś į okkur sjįlf sem einstaklinga ķ samfélaginu. Hver einstaklingur hefur sķna styrkleika og veikleika. Meš nęgu sjįlfstrausti munu žeir hęfustu skara fram śr og skipta žar kynfęri engu mįli. Žessum įrangri veršur ekki nįš ef kynin skipta sér ķ sitt hvort horniš og velja sér žį sjįlfsmynd aš lķta į sig sem annaš hvort forréttindahóp eša fórnarlömb.

Greinin birtist įšur į vefritinu Deiglan.com 11.september 2009


mbl.is Semenya sögš vera tvķkynja
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband